Sjálfvirk disksneiðing

Sjálfvirk disksneiðing veitir þér möguleika á að ráða því hvaða gögnum (ef einhverjum) er eytt af vélinni þinni.

Til að fjarlægja einungis Linux disksneiðar (disksneiðar gerðar í eldri Linux uppsetningu), veldu þá Fjarlægja allar Linux disksneiðar á þessari vél.

Til að fjarlægja allar disksneiðar af disknum (þ.m.t. disksneiðar annarra stýrikerfa s.s. Windows 95/98/NT/2000), veldu þá Fjarlægja allar disksneiðar á þessari vél

Til að halda núverandi disksneiðum og gögnum, smelltu þá á Fjarlægja engar sneiðar og nota einungis laust pláss.

Með músinni, veldu diskinn/diskana sem þú vilt setja upp á. Ef þú ert með fleiri en einn disk, þá geturðu valið hvaða disk skuli sett upp á. Diskar sem ekki eru valdir, og öll gögn á þeim, verður ekkert átt við.

Þú getur yfirfarið og gert nauðsynlegar breytingar á disksneiðunum sem forritið býr til með því að velja Endurskoða

Smelltu á Áfram til að halda áfram.